[Date Prev][Date Next] [Thread Prev][Thread Next] [Date Index] [Thread Index]

Re: Icelandic translation update



-----BEGIN PGP SIGNED MESSAGE-----
Hash: SHA1

Ég hef þagað hingað til en nú get ég það ekki lengur.

Daginn sem þýðingarverkefni fyrir eitthvað það mest "Open Source"
hugbúnaðarverkefni sem fyrirfinnst í heimi hér verður hýst á Visual Source Safe
er dagurinn sem helvíti frýs!!!

Hver hafði annars hugsað sér að borga leyfin fyrir VSS og þá sérstaklega þessa
"vefviðbót" sem ég veit að kostar ekki undir nokkrum hundraðþúsundköllum!

Ég hef því miður ekki tíma til að sinna þessu verkefni neitt eins og er en verð
þó að láta þessa skoðun mína í ljós. Í fyllstu alvöru þá er okkur ekki stætt á
því að nota VSS! Ég vil benda á að það á að vera hægt að setja CVS og eflaust
Subversion upp á þann máta að skrám er læst í þeim þó að því sé ekki framfylgt
jafn harkalega og í VSS.

kv. Stefán Freyr.

Grétar Mar Hreggviðsson wrote:
> Sælir!
> 
> Frábært að sjá að allt skuli vera að gerast, ég vil endilega fá að vera
> með í þessu verkefni (og takk Einar fyrir að minna á mig).
> 
> Ég er sammála Einari, einfaldast væri að setja upp svona kerfi sem
> leyfir einum að tékka út skrá og læsir henni svo á meðan.  Og talandi um
> fötluð kerfi þá gerir SourceSafe nákvæmlega þetta, ekki satt?  Það er
> svo til vefviðmót fyrir SourceSafe svipað ViewCVS.  Hugsanlega er þetta
> leið sem hægt væri að fara.
> 
> Kveðja,
> Grétar Mar
> 
> Einar Jón wrote:
> 
>> Gott mál
>>
>> Við tókum þetta náttúrulega ekki í réttri röð eins og Christian talaði
>> um þ.a. það vantar örugglega nokkra "mikilvæga" strengi. Það væri best
>> að reyna að klára stage 1 í þessum mánuði.
>>
>> Það væri fínt ef einhver gæti tekið að sér að setja upp CVS og e.k.
>> merge úr litlu skránum yfir í aðalskrána (skil ekki hvers vegna ætti
>> að skipta henni aftur niður með uppfærslum - litlu skrárnar ættu að
>> vera nýjasta þýðing).
>> Í okkar tilviki væri þó kannski betra að nota eitthvað "fatlað"
>> Content Management System sem leyfir bara einum að tékka út hverja
>> skrá í einu (til að forðast tvíverknað - veit ekki hvort CVS býður upp
>> á svoleiðis).
>>
>> Ef það er gert er auðveldara að fá inn fleiri menn, t.d. Grétar Mar
>> sem hafði samband á listanum fyrir helgi.
>>
>> Kveðja
>> Einar Jón
>>
>> On 09/11/05, Davíð Geirsson <davidgeirs@gmail.com> wrote:
>>  
>>
>>> Sælir allir,
>>>
>>> Ég vildi koma þessum pósti á debian-i18n listann áfram til ykkar. Við
>>> erum núna komnir í 45% af uppsetningu (Andri sendi inn skrána sem hann
>>> tók með heim). Christian er búinn að taka Íslensku af "prospective
>>> languages" og bæta því inn í valið, þannig að fljótlega verður hægt að
>>> velja Íslensku í debian-installer þróunarmyndunum.
>>>
>>> Ég ætla að kíkja aðeins á hvernig best sé að halda utan um
>>> þýðingarnar. Er einhver með tölvu sem er hægt að komast í, sem getur
>>> hýst lítið cronjob (Uppfæra aðalskrána með litlu skránum, og skipta
>>> aftur niður með uppfærslum) og jafnvel cvs þjón?
>>>
>>> Með kveðju,
>>> Davíð
>>>    
>>
>>
>>
>>  
> 
> 
> 
-----BEGIN PGP SIGNATURE-----
Version: GnuPG v1.4.1 (GNU/Linux)
Comment: Using GnuPG with Thunderbird - http://enigmail.mozdev.org

iQEVAwUBQ3JuZr0ge6mq4AL2AQLHHQf/QR/1Z2M4yQUrf9RZzpLq9krK+j6VmqRO
N9Mvoo9H9aJKjIgGWpBtJzHR4zsV/4ZlgsYkibDEz5uWNanYNhqaGghbLnVGPtqG
QKyifhSLjAwsoIBIYoLv8QN7TI2PlXIKoQkCoIvDpUX9tOIyDF0RwN1hk8C01GKC
ubeMvosxBLTTFbCZ/u+ij08miQ0Ms3qdJFkIiHQ9L4IVbaMqJs3ryXTWeiG6wye2
7q4NLIYfWg+SC7tzQoUmM8rUs5VWrkARVtG5TmEhW0yU8izRbNx8xuJqJKGZmqc5
K/N7lxUqZ+/jw0mkf7dEhc+ZttFNPOskC/Tb5Yukc7m3LwGW2wUZfg==
=m/20
-----END PGP SIGNATURE-----



Reply to: