[Date Prev][Date Next] [Thread Prev][Thread Next] [Date Index] [Thread Index]

Re: Icelandic translation updateGott mál

Við tókum þetta náttúrulega ekki í réttri röð eins og Christian talaði
um þ.a. það vantar örugglega nokkra "mikilvæga" strengi. Það væri best
að reyna að klára stage 1 í þessum mánuði.

Það væri fínt ef einhver gæti tekið að sér að setja upp CVS og e.k.
merge úr litlu skránum yfir í aðalskrána (skil ekki hvers vegna ætti
að skipta henni aftur niður með uppfærslum - litlu skrárnar ættu að
vera nýjasta þýðing).
Í okkar tilviki væri þó kannski betra að nota eitthvað "fatlað"
Content Management System sem leyfir bara einum að tékka út hverja
skrá í einu (til að forðast tvíverknað - veit ekki hvort CVS býður upp
á svoleiðis).

Ef það er gert er auðveldara að fá inn fleiri menn, t.d. Grétar Mar
sem hafði samband á listanum fyrir helgi.

Kveðja
Einar Jón

On 09/11/05, Davíð Geirsson <davidgeirs@gmail.com> wrote:
> Sælir allir,
>
> Ég vildi koma þessum pósti á debian-i18n listann áfram til ykkar. Við
> erum núna komnir í 45% af uppsetningu (Andri sendi inn skrána sem hann
> tók með heim). Christian er búinn að taka Íslensku af "prospective
> languages" og bæta því inn í valið, þannig að fljótlega verður hægt að
> velja Íslensku í debian-installer þróunarmyndunum.
>
> Ég ætla að kíkja aðeins á hvernig best sé að halda utan um
> þýðingarnar. Er einhver með tölvu sem er hægt að komast í, sem getur
> hýst lítið cronjob (Uppfæra aðalskrána með litlu skránum, og skipta
> aftur niður með uppfærslum) og jafnvel cvs þjón?
>
> Með kveðju,
> DavíðReply to: