[Date Prev][Date Next] [Thread Prev][Thread Next] [Date Index] [Thread Index]

Re: Þýðingarmaraþonkvöld?



On Thu, Nov 03, 2005 at 10:41:36AM +0000, Grétar Mar Hreggviðsson wrote:
> Sælir félagar
> 
> Grétar Hreggviðsson heiti ég.  Ég skráði mig á þennan póstlista ekki 
> alls fyrir löngu en hef ekki lagt orð í belg áður.  Ég verð að segja að 
> mér finnst þetta frábært framtak og vil ég endilega fá að taka þátt.  Ég 
> á samt ekki von á því að ég komist á fundinn á mánudagskvöld (en mun 
> reyna) og velti ég því fyrir mér hvort verkinu (einingunum) verði ekki 
> deilt niður á menn?  Ég myndi glaður taka að mér einn skammt.
> Hvað með umræðuþráð einhvers konar til að menn geti skiptst á skoðunum 
> t.d. varðandi tiltekin orð svo ekki sé verið að þýða sömu vandræðaorðin 
> mörgum sinnum og samræmi sé í þýðingunni, myndum við bara nota þennan 
> póstlista til þess?
> 
> Kv.
> Grétar M. Hreggviðsson
> gmh@f-prot.com
> 
[KLIPP]

Sæll Grétar, og velkominn. 

Jújú, ég held að best væri að skipta þýðingu uppsetningarferlisins niður
í litla búta, þannig að menn séu ekki að traðka á tám annara. Ég þarf
bara að lesa mér til um hvernig það er gert, ég geri það um helgina (ég
er í miðjum búslóðaflutningum þessa stundina og hef því ósköp
takmarkaðan tíma, en ég geri þetta allavega fyrir fundinn.)

Í sambandi við þýðingarspurningar held ég að það sé best að nota þennan
lista í það, það er nú ekki það mikil traffík á honum. Ef einhver vill
frekar kork er honum samt auðvitað sjálfsagt að setja slíkan upp.

Með kveðju,

-- 
David Steinn Geirsson
Reykjavik, Iceland
+354 8696608
davidgeirs@gmail.com



Reply to: