[Date Prev][Date Next] [Thread Prev][Thread Next] [Date Index] [Thread Index]

Re: Framtíð Íslenskuþýðingarinnar



Það væri miður ef sú vinna sem þegar hefur farið í þýðinguna færi til
spillis.  Mér dettur í hug að auðvelt gæti verið fyrir stúdent að fá
styrk til þess að vinna að þessu verkefni í sumarvinnu (t.d. úr
nýsköpunarsjóði námsmanna eða eitthvað álíka).  Gæti t.d. verið samstarf
íslenskunema og tölvunarfræðinema.  Góð rök fyrir slíkri umsókn væru að
Debian-Installer er notaður í Skolelinux og íslensk þýðing gæti opnað
möguleika á hagnýtingu þess á Íslandi.

Kristinn B. Gylfason

On Wed, Apr 19, 2006 at 06:26:21PM +0000, David Geirsson wrote:
> Sælir allir,
> 
> Eins og hefur eflaust ekki farið framhjá neinum hefur Íslenskuþýðing
> debian ekkert hreyfst áfram síðan á þýðingarmaraþoninu góða hér í
> desember.
> 
> Þetta er nú sennilega aðallega mér að kenna, enda á ég að heita
> tengiliður debian við þýðingarverkefnið. Sannleikurinn er sá að ég hef
> afskaplega takmarkaðan tíma til þess að sinna þessu verkefni.
> 
> Það sem ég vildi forvitnast um með bréfi þessu er hvort einhver hér hafi
> áhuga á að taka yfir þetta starf ("Icelandic language coordinator"). Ég
> hef ekki trú á að mikið gerist fyrr en einhver með meiri tíma tekur við
> og ýtir á að halda fleiri þýðingarmaraþon, o.s.frv.
> 
> Þetta er ekki mikið starf, bara að vera tengiliður þýðingarmeistara
> debian (Christian Perrier), reyna að fá fólk til að þýða, og að senda
> uppfærðu þýðingarnar inn í subversion tré debian. Best væri reyndar ef
> viðkomandi hefur allavega einhverja reynslu af notkun linux (hún hjálpar
> við að læra á i18n tólin (msgcat, msgmerge og vini) og subversion), en
> að sjálfsögðu get ég verið viðkomandi innan handar við að læra þetta -
> þetta er ekki mikið mál.
> 
> Það var nú bara þetta sem ég vildi bera undir listameðlimi. Ég hef eins
> og áður sagði ekki mikinn frítíma í þetta, en ég myndi þó halda áfram að
> þýða ef einhver tekur sig til og sér um skipulagsmálin. Einnig væri ég
> mjög til í að mæta á fleiri þýðingarmaraþon.
> 
> Með kærri kveðju,
> -- 
> David Steinn Geirsson
> Reykjavik, Iceland
> +354 8696608
> davidgeirs@gmail.com
> 
> 
> -- 
> To UNSUBSCRIBE, email to debian-user-icelandic-REQUEST@lists.debian.org
> with a subject of "unsubscribe". Trouble? Contact listmaster@lists.debian.org
> 



Reply to: