[Date Prev][Date Next] [Thread Prev][Thread Next] [Date Index] [Thread Index]

Framtíð ÍslenskuþýðingarinnarSælir allir,

Eins og hefur eflaust ekki farið framhjá neinum hefur Íslenskuþýðing
debian ekkert hreyfst áfram síðan á þýðingarmaraþoninu góða hér í
desember.

Þetta er nú sennilega aðallega mér að kenna, enda á ég að heita
tengiliður debian við þýðingarverkefnið. Sannleikurinn er sá að ég hef
afskaplega takmarkaðan tíma til þess að sinna þessu verkefni.

Það sem ég vildi forvitnast um með bréfi þessu er hvort einhver hér hafi
áhuga á að taka yfir þetta starf ("Icelandic language coordinator"). Ég
hef ekki trú á að mikið gerist fyrr en einhver með meiri tíma tekur við
og ýtir á að halda fleiri þýðingarmaraþon, o.s.frv.

Þetta er ekki mikið starf, bara að vera tengiliður þýðingarmeistara
debian (Christian Perrier), reyna að fá fólk til að þýða, og að senda
uppfærðu þýðingarnar inn í subversion tré debian. Best væri reyndar ef
viðkomandi hefur allavega einhverja reynslu af notkun linux (hún hjálpar
við að læra á i18n tólin (msgcat, msgmerge og vini) og subversion), en
að sjálfsögðu get ég verið viðkomandi innan handar við að læra þetta -
þetta er ekki mikið mál.

Það var nú bara þetta sem ég vildi bera undir listameðlimi. Ég hef eins
og áður sagði ekki mikinn frítíma í þetta, en ég myndi þó halda áfram að
þýða ef einhver tekur sig til og sér um skipulagsmálin. Einnig væri ég
mjög til í að mæta á fleiri þýðingarmaraþon.

Með kærri kveðju,
-- 
David Steinn Geirsson
Reykjavik, Iceland
+354 8696608
davidgeirs@gmail.comReply to: