[Date Prev][Date Next] [Thread Prev][Thread Next] [Date Index] [Thread Index]

Re: Sendmail og þýðingamaraþon



Sæll Ellert,

sé að enginn hefur svarað sendmail pælingum þínum.  Ég myndi frekar
reyna á rglug listanum (http://www.rglug.org/postlisti.html). Þar er
breiðari hópur manna til svara.  En þú ert sjálfsagt löngu búinn að
leysa vandamálið núna.

Hér er einkum rætt um notkun Debian á Íslandi/íslensku og reynt að styða
sem best við Debian byrjendur á Íslandi/íslensku.  Sjálfgefni
póstþjónninn í Debian er Exim, svo ég hugsa að fáir á þessum lista noti
Sendmail.

Bestu kveðjur,
Kristinn B. Gylfason

On Fri, Nov 25, 2005 at 04:00:50PM -0000, Ellert Hlöðversson wrote:
> Sælir
> 
> Með mínu fyrsta innleggi á þennan póstlista tel ég rétt að lofa dugnaðinn
> sem settur hefur verið í þýðingamaraþonið. Sjálfur hefði ég hug á því að
> taka þátt, en á erfitt með að mæta á kvöldin sökum vinnu. Gæti hins vegar
> tekið að mér pakka og pakka hér heima við á næturna, ef menn vilja.
> 
> En önnur ástæða fyrir sendingu minni er smá vandamál með sendmail.
> Sendmail hjá mér prósessar mailertable á undan virtualusertable og með því
> sendir hann póst áfram á @domain.XX (skv. mailertable). Þannig sleppur
> pósturinn framhjá reglum sem liggja í virtualusertable hjá mér og þyrftu í
> fullkomnum heimi að vera prósessaðar á undan. Er því einhver leið sem þið
> vitið um til að breyta röðinni á þessu? Umræðan kannski hæfir ekki alveg
> þessum lista, en ég vona að menn fyrirgefi mér það.
> 
> mbk.
> Ellert Hlöðversson
> 
> 
> -- 
> To UNSUBSCRIBE, email to debian-user-icelandic-REQUEST@lists.debian.org
> with a subject of "unsubscribe". Trouble? Contact listmaster@lists.debian.org
> 



Reply to: