[Date Prev][Date Next] [Thread Prev][Thread Next] [Date Index] [Thread Index]

Þýðingarmaraþonkvöld?	Sælir Debian áhugamenn,

	þar sem ekki hafa verið miklar undirtektir við beiðni Davíðs um
hjálp við þýðingu Debian uppsetningarforitsins og flestir bera við
tímaskorti datt mér í hug leið sem ætti að geta komið verkefninu vel af
stað og jafnvel þétt aðeins hóp íslenskra Debian notenda í leiðinni.

	Ég held það geti verið mjög skilvirkt að ná saman fjórum til
fimm mönnum eina til tvær kvöldstundir.  Davíð gæti þá sett okkur hina
inn í það sem máli skiptir, á skömmum tíma, og við gætum nýtt tímann vel
til þess að koma verkinu áfram.  Það er nefnilega mun fljótlegra að
finna út úr málum, sem þarfnast umræðu, með því að ræða augliti til
auglitis í stað þess að hamra allt inn í tölvupóst og bíða svo eftir
svari.

	Ég hugsa að flestir ættu að geta séð af eins og einu til tveimur
kvöldum og ég hef fulla trú að því að við kæmum verkinu langt á þeim
tíma.  Ég held að til að byrja með sé ekki ráðlegt að vera of margir því
það flækir skipulagningu.

	Hvernig líst ykkur á?

	Bestu kveðjur,
	Kristinn B. GylfasonReply to: