[Date Prev][Date Next] [Thread Prev][Thread Next] [Date Index] [Thread Index]

Re: Þýðingarmaraþonkvöld?



Sælir félagar

Grétar Hreggviðsson heiti ég. Ég skráði mig á þennan póstlista ekki alls fyrir löngu en hef ekki lagt orð í belg áður. Ég verð að segja að mér finnst þetta frábært framtak og vil ég endilega fá að taka þátt. Ég á samt ekki von á því að ég komist á fundinn á mánudagskvöld (en mun reyna) og velti ég því fyrir mér hvort verkinu (einingunum) verði ekki deilt niður á menn? Ég myndi glaður taka að mér einn skammt. Hvað með umræðuþráð einhvers konar til að menn geti skiptst á skoðunum t.d. varðandi tiltekin orð svo ekki sé verið að þýða sömu vandræðaorðin mörgum sinnum og samræmi sé í þýðingunni, myndum við bara nota þennan póstlista til þess?

Kv.
Grétar M. Hreggviðsson
gmh@f-prot.com

Kristinn B. Gylfason wrote:
Það er mjög gott ef þú getur verið búinn að undirbúa aðeins og ákveða
hvað þarf að gera, Davíð, svo tíminn nýtist sem best til þýðinga.

Ég ætti að geta reddað fimm linuxvélum, en ef menn eiga laptop
vél væri náttúrlega gott að taka hann með.

Eins ef menn eiga einhver ensk-íslensk tölvu- eða tækniorðasöfn sem ekki
er hægt að komast í á netinu.

KBG

On Wed, Nov 02, 2005 at 06:05:51PM +0000, Davíð Geirsson wrote:
Þann 1.11.2005 skrifaði Kristinn B. Gylfason <kristgy@askur.org>:
Snilld.  Ég get reddað aðstöðu í Háskólanum.  Ætla að athuga með tvo
menn í viðbót.

Hafa menn tillögu um tímasetningu (mér líst best á kvöld á virkum degi).

KBG

[KLIPP]

Sæll Kristinn,

Mér sýnist af umræðunni að fólki lítist almennt vel á mánudagskvöldið.
Gætirðu gáð hvort aðstaða sé laus þá?

Ég get þá verið búinn að brjóta level1 (stór .po skrá með strengjum
fyrir allt uppsetningarferlið) upp í nokkrar einingar, sem fólk getur
svo tekið að sér.

Annað, eru tölvur á svæðinu, og eru þær keyrandi linux? Þó ég sé ekki
mikill KDE-maður þykir mér kbabel langbest af þessum þýðingartólum.

Með kveðju,
--
Davíð Steinn Geirsson
Reykjavik, Iceland
davidgeirs@gmail.com
+354 8696608






Reply to: