[Date Prev][Date Next] [Thread Prev][Thread Next] [Date Index] [Thread Index]

Sendmail og þýðingamaraþonSælir

Með mínu fyrsta innleggi á þennan póstlista tel ég rétt að lofa dugnaðinn
sem settur hefur verið í þýðingamaraþonið. Sjálfur hefði ég hug á því að
taka þátt, en á erfitt með að mæta á kvöldin sökum vinnu. Gæti hins vegar
tekið að mér pakka og pakka hér heima við á næturna, ef menn vilja.

En önnur ástæða fyrir sendingu minni er smá vandamál með sendmail.
Sendmail hjá mér prósessar mailertable á undan virtualusertable og með því
sendir hann póst áfram á @domain.XX (skv. mailertable). Þannig sleppur
pósturinn framhjá reglum sem liggja í virtualusertable hjá mér og þyrftu í
fullkomnum heimi að vera prósessaðar á undan. Er því einhver leið sem þið
vitið um til að breyta röðinni á þessu? Umræðan kannski hæfir ekki alveg
þessum lista, en ég vona að menn fyrirgefi mér það.

mbk.
Ellert HlöðverssonReply to: