[Date Prev][Date Next] [Thread Prev][Thread Next] [Date Index] [Thread Index]

Re: Þýðingarmaraþonkvöld?On Sun, Sep 18, 2005 at 02:30:52PM +0000, Kristinn B. Gylfason wrote:
> 
> 	Sælir Debian áhugamenn,
> 
> 	þar sem ekki hafa verið miklar undirtektir við beiðni Davíðs um
> hjálp við þýðingu Debian uppsetningarforitsins og flestir bera við
> tímaskorti datt mér í hug leið sem ætti að geta komið verkefninu vel af
> stað og jafnvel þétt aðeins hóp íslenskra Debian notenda í leiðinni.
> 
> 	Ég held það geti verið mjög skilvirkt að ná saman fjórum til
> fimm mönnum eina til tvær kvöldstundir.  Davíð gæti þá sett okkur hina
> inn í það sem máli skiptir, á skömmum tíma, og við gætum nýtt tímann vel
> til þess að koma verkinu áfram.  Það er nefnilega mun fljótlegra að
> finna út úr málum, sem þarfnast umræðu, með því að ræða augliti til
> auglitis í stað þess að hamra allt inn í tölvupóst og bíða svo eftir
> svari.
> 
> 	Ég hugsa að flestir ættu að geta séð af eins og einu til tveimur
> kvöldum og ég hef fulla trú að því að við kæmum verkinu langt á þeim
> tíma.  Ég held að til að byrja með sé ekki ráðlegt að vera of margir því
> það flækir skipulagningu.
> 
> 	Hvernig líst ykkur á?
> 
> 	Bestu kveðjur,
> 	Kristinn B. Gylfason
> 
> 
> -- 
> To UNSUBSCRIBE, email to debian-user-icelandic-REQUEST@lists.debian.org
> with a subject of "unsubscribe". Trouble? Contact listmaster@lists.debian.org

Sælir allir,

Afsakið aðgerðaleysið. Ég sendi póst á RGLUG, debian-user-icelandic og
nokkra sem Christian benti mér á. Ég flaskaði hinsvegar á að bæta nýja
debian-user-icelandic Maildirnum í mutt stillingarnar mínar, þannig að
mér sýndist engin svör hafa borist.

Annars líst mér mjög vel á þessa hugmynd Kristins. Það er þá spurning
hvar væri hægt að hittast. Er einhver hér sem þekkir einhvern hjá
háskólanum sem gæti reddað stofu?

Ég var eitthvað örlítið byrjaður á uppsetningarferlinu, en missti
áhugann því mér sýndist engin svör vera að berast. Ég held samt að ef
við komum okkur nokkur saman sé það alveg raunhæft markmið að þýða að
minnsta kosti uppsetningarferlið fljótlega. Ef við náum því fljótlega
gætum við náð Íslensku sem valkost í uppsetningarferli næstu útgáfu
(debian 3.2), sem styttist í.

Með kveðju,

-- 
David Steinn Geirsson
Reykjavik, Iceland
+354 8696608
davidgeirs@gmail.comReply to: