[Date Prev][Date Next] [Thread Prev][Thread Next] [Date Index] [Thread Index]

Richard Stallman á Íslandi	Líklega eru flestir hér líka skráðir á RGLUG póstlistann en bara
til þess að tryggja að þessi merki atburður fari ekki fram hjá neinum:

	Upphafsmaður GNU verkefnisins (og einn helsti postuli frjálsa
hugbúnaðar/Linux byltingarinnar) Richard Stallman mun halda
fyrirlestra á Íslandi 10. og 11. janúar næstkomandi.  Stallman þykir
snjall fyrirlesari og ætti enginn tölvuáhugamaður að láta þennan viðburð
fram hjá sér fara.

	RGLUG er að safna fyrir kostnaðinum og ættu þeir sem eru
aflögufærir að leggja sitt af mörkum. Sjá:
http://www.rglug.org/stallman.html

Kristinn B. GylfasonReply to: